Lífið

Jónas er að fara á kostum í stærstu barþjónakeppni heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jónas fer vel af stað.
Jónas fer vel af stað.
Besti barþjónn landsins, Jónas Heiðarr, hóf keppni í gær í Mexíkó á World Class Barþjónakeppninni og er hann að fara á kostum.

World Class er stærsta barþjónakeppni í heimi og aldrei hafa fleiri lönd tekið þátt. 55 bestu barþjónar í heimi keppa um titilinn Besti Barþjónn heims.

Sigurvegarinn verður krýndur fimmtudaginn 24. ágúst eftir gríðarlega erfiða fjögurra daga keppni og búast gestir við því allra besta og hugmyndaríkasta í formi kokteila og hvert framtíðar trendið verður í kokteila-kúltúrnum. 

Hér að neðan má sjá hvernig hann stóð á fyrsta degi en umfjöllun um Jónas hefst eftir um tíu mínútur. 

Hér er síðan hægt að fylgjast með keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×