Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Kalt mat manns sem vill það besta fyrir Skagamenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þær fréttir bárust ofan af Akranesi í gær að Gunnlaugur Jónsson væri hættur þjálfun ÍA.



Skagamönnum hefur gengið illa í sumar og sitja á botni Pepsi-deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

Gunnlaugur stýrði ÍA í síðasta sinn í 0-1 tapi fyrir ÍBV á sunnudaginn.

„Er þetta ekki að einhverju leyti eðlilegur tímapunktur. Þú ert að spila á móti liðinu í næstneðsta sæti, sem er nýbúið að tapa á móti Víkingi Ó. á heimavelli, og það er andleysi í liðinu. Þeir vakna í raun ekki til lífsins fyrr en 20 mínútur eru eftir. Setjast menn þá ekki niður og segja að þetta sé fullreynt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum í gær.

„Gulli er ekkert að flýja sökkvandi skútu. Ég met það ekki þannig. Þetta er ekki heigulsháttur. Hann er ekkert að forða sér. Þetta er bara kalt mat manns sem vill það besta fyrir Skagamenn,“ bætti Óskar Hrafn við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn

Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní.

Gunnlaugur hættur með Skagamenn

Knattspyrnudeild ÍA greindi frá því í kvöld að Gunnlaugur Jónsson væri hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×