Innlent

Vilja ræða við mann sem var ógnað með skammbyssu við Ölhúsið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/anton brink
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manni sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði föstudaginn 18. ágúst um klukkan 18:15.

Rannsókn lögreglu stendur yfir en að minnsta kosti tveir menn hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við málið. 

Maðurinn sem leitað er að ók hvítum smábíl og biður lögreglan hvern þann sem getur upplýst hver viðkomandi er að hafa samband við rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði gegnum netfangið jgs@lrh.is,  í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×