Viðskipti innlent

Hagnaður Logos dregst saman um 30 prósent

Hörður Ægisson skrifar
Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður er á meðal eigenda að Logos.
Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður er á meðal eigenda að Logos.
Hagnaður Logos, stærstu lögmannsstofu landsins, nam 570 milljónum í fyrra og dróst saman um ríflega 30 prósent á milli ára. Er þetta versta afkoma Logos frá falli bankakerfisins 2008.

Samtals námu tekjur lögmannsstofunnar 2.232 milljónum króna og minnkuðu um rúmlega 430 milljónir frá fyrra ári. Þar munaði mestu um meira en 300 milljóna króna samdrátt í tekjum vegna starfseminnar í London, þar sem Logos hefur starfrækt skrifstofu frá 2006, sem skýrist einkum vegna nærri 30 prósenta gengisveikingar pundsins gagnvart krónunni á árinu 2016.

Á meðal stærstu verkefna Logos á umliðnum árum var vinna fyrir erlenda kröfuhafa gömlu bankanna. Í hópi eigenda Logos eru meðal annars hæstaréttarlögmennirnir Óttar Pálsson, Þórólfur Jónsson og Guðmundur Oddsson, sem stýrir starfsemi félagsins í London.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×