Viðskipti innlent

Lýsi græddi um hálfan milljarð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Katrín Pétursdóttir er forstjóri Lýsis.
Katrín Pétursdóttir er forstjóri Lýsis. Vísir/Valli
Hagnaður Lýsis í fyrra nam 537 milljónum króna samanborið við 408 milljónir árið þar á undan. Tekjurnar drógust aftur á móti saman, eða úr 9,5 milljörðum króna í rétt rúma níu milljarða. Ef ekki hefði komið til 870 milljóna gengishagnaður hefði verið tap á rekstri fyrirtækisins á árinu 2016.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Lýsis. Þar segir að framleiðslukostnaður á síðasta ári hafi numið 7.221 milljónum og hagnaður fyrir fjármagnsliði alls 190 milljónum.

Lýsi átti í árslok 2016 eignir upp á 11.062 milljónir. Þar af námu varanlegir rekstrarfjármunir 5,4 milljörðum og vörubirgðir 2,8 milljörðum. Skuldirnar námu hins vegar 9.296 milljónum og skuldbindingar við lánastofnanir þar af 3,9 milljörðum.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×