Fótbolti

FH-banarnir komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli er hér að rífa kjaft við fjórða dómarann í kvöld.
Balotelli er hér að rífa kjaft við fjórða dómarann í kvöld. vísir/afp
Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ein stærstu tíðindi kvöldsins eru þau að slóvenska liðið Maribor, sem marði sigur á FH, er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Maribor lagði Be'er Sheva í kvöld og fór áfram á útivallarmarki. Ansi dýrt útivallarmark það.

Mario Balotelli og félagar í Nice fara ekki í Meistaradeildina í ár en það gerir Napoli aftur á móti.

Úrslit (samanlagt):

Astana-Celtic 4-3 (4-8)

Rijeka - Olympiakos 0-1 (1-3)

Maribor - Hapoel Be'er Sheva 1-0 (2-2. Maribor fer áfram á útivallarmarki)

Sevilla - Istanbul 2-2 (4-3)

Nice - Napoli 0-2 (0-4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×