Erlent

Danir íhuga að leyfa piparúða

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Piparúði er meðal þeirra valdbeitingartækja sem lögreglan hefur.
Vísir/JGS
Piparúði er meðal þeirra valdbeitingartækja sem lögreglan hefur. Vísir/JGS
Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, vill skoða reynslu af lögleiðingu notkunar piparúða áður en tekin verður ákvörðun um að leyfa notkun hans í Danmörku. Flokkur ráðherrans, Kristilegir demókratar, er hlynntur lögleiðingu og hinir stjórnarflokkarnir, Venstre og Frjálslynda bandalagið.

Ráðherrann kveðst jákvæður en vill láta skoða hvernig fyrirkomulagið eigi að vera, hvar eigi að kaupa piparúðann og af hverjum. Kristilega dagblaðið greindi frá.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×