Erlent

Einum fjórmenninganna sleppt úr haldi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mohamed Aallaa
Mohamed Aallaa EPA
Einum mannanna sem grunaðir voru um hryðjuverkin í Barcelona og nágrenni var sleppt úr haldi í dag samkvæmt frétt CNN. Maðurinn heitir Mohamed Aalla en fjórir grunaðir árásarmenn komu fyrir dómstóla í Madrid fyrr í dag.

Það hefur nú fengist staðfest að tveir mannanna, Driss Oukabir og Mohamed Houli Chemlal, voru í dag ákærðir fyrir morð, hryðjuverk og vopnaeign. Dómarinn hefur ekki tekið ákvörðun varðandi ákærur gegn Salah El Karib og hann verður áfram í haldi lögreglu.

Átta aðrir meðlimir hópsins sem lögðu á ráðin um hryðjuverkaárásirnar eru látnir. Flestir árásarmannanna eru á þrítugs og fertugsaldri og af norður-afrískum uppruna. Mohamed Houli Chemlal sagði frá því í vitnisburði sínum í dag að hann hafi vitað af áætlununum um hryðjuverkaárásirnar í meira en tvo mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×