Innlent

Ofurölvi neitaði að hafa verið ofurölvi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nokkrir voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í nótt.
Nokkrir voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Vísir/Eyþór
Annarlegt ástand og akstur undir áhrifum vímuefna einkenndi nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að hún hafi þurft að stöðva í það minnsta 4 ökumenn þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið undir áhrifum. Þá var einn maður, sem að sögn lögreglunnar var ofurölvi, handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi þar sem hann var grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn.

Sá bar fyrir sig að hafa ekki verið ölvaður þegar umferðaróhappið átti sér stað. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna ástands.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um slys við Versali hjá Salaskóla skömmu eftir klukkan 22 í gærkvöldi. Þar reyndist 13 ára drengur á vespu hafa misst stjórn á hjóli sínu og ekið á málmgirðingu. Drengurinn var fluttur á slysadeild og er hann sagður hafa hlotið minniháttar meiðsl á fæti.

Það var svo skömmu fyrir klukkan 4 í nótt sem lögreglan handtók konu í annarlegu ástandi í Mjódd. Hún er grunuð um þjófnað og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×