Viðskipti innlent

Bein útsending: Peningastefnunefndin rökstyður ákvörðun um óbreytta stýrivexti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. vísir/anton brink
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun rökstyðja ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 10.

Tilkynnt var um ákvörðun peningastefnunefndar í morgun en síðasta stýrivaxtaákvörðun bankans var í júní. Voru vextir þá lækkaðir um 0,25 prósentustig og voru komnir niður í 4,5 prósent.

Með ákvörðun nefndarinnar í dag verða vextirnir þeir sömu áfram.

Uppfært klukkan 11:05:

Útsendingunni er lokið.


Tengdar fréttir

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, það er í 4,5 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×