Enski boltinn

Huddersfield kaupir samherja Rúriks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Abdelhamid Sabiri er efnilegur leikmaður.
Abdelhamid Sabiri er efnilegur leikmaður. vísir/getty
Huddersfield Town hefur fest kaup á marokkóska sóknarmanninum Abdelhamid Sabiri frá Nürnberg í Þýskalandi.

Þessi tvítugi strákur þykir mikið efni en hann skoraði fimm mörk í níu leikjum fyrir aðallið Nürnberg þar sem hann lék með íslenska landsliðsmanninum Rúrik Gíslasyni.

Sabiri skrifaði undir þriggja ára samning við Huddersfield sem hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðarnir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína með markatölunni 4-0 og sitja í 2. sæti deildarinnar.

Næsti leikur Huddersfield er gegn Southampton á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Huddersfield vann nýliðaslaginn | Sjáðu markið

Nýliðarnir Huddersfield Town og Newcastle mættust í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Huddersfield vann 1-0 sigur í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild í 45 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×