Innlent

Byggja heita laug á þremur hæðum við Langasand

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af því hvernig laugin mun líta út.
Mynd af því hvernig laugin mun líta út. basalt arkitektar ehf.
Akraneskaupstaður og Ístak hafa undirritað samninga þess efnis að Ístak sjái um byggingu á heitri laug við Langasand sem mun bera nafnið Guðlaug. Mun verkið hefjast á næstu dögum og á því að vera að fullu lokið þann 30. júní á næsta ári.

Í tilkynningu frá Ístaki segir að verkið felist í uppsteyptu laugarmannvirki sem staðsett verður í brimvarnargarðinum á Langasandi. Guðlaug mun þjóna fjórþættu hlutverki sem birtist í hæðunum þremur og tröppum þess.

„Þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur.  Á annarri hæð er einnig tækjarými.  Á fyrstu hæð er grunn vaðlaug.  Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×