Fótbolti

Berbatov til Indlands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dimitar Berbatov er loksins kominn með nýtt lið.
Dimitar Berbatov er loksins kominn með nýtt lið. vísir/getty
Dimitar Berbatov er genginn til liðs við Kerala Blasters í indversku ofurdeildinni.

Hinn 36 ára gamli Berbatov skrifaði undir eins árs samning við Kerala Blasters.

Þar hittir hann fyrir Wes Brown, fyrrverandi samherja sinn hjá Manchester United, og René Meulensteen sem var lengi vel aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá United.

Berbatov hefur verið án félags síðan hann yfirgaf PAOK á Grikklandi síðasta sumar.

Berbatov lék lengst af á Englandi með Tottenham, United og Fulham. Berbatov varð tvívegis enskur meistari með United auk þess sem hann varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á meðan hann lék með Manchester-liðinu.

Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu búlgarska landsliðsins með 48 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×