Innlent

Strætisvagni ekið á hjólreiðamann á Miklubraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla og slökkvilið voru með töluverðan viðbúnað á slysstað.
Lögregla og slökkvilið voru með töluverðan viðbúnað á slysstað. Vísir/Jóhann K.
Lögregla og slökkviðlið eru með töluverðan viðbúnað á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eftir að strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli rétt eftir klukkan átta í kvöld.

Strætisvagninum var ekið í austurátt en slysið átti sér stað við aðreinina af Háaleitisbraut Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum lenti konan undir strætisvagninum vjð áreksturinn en reiðhjólið kastaðist í burtu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um alvarlegt slys að ræða og var konan flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Búast má við nokkrum töfum á umferð á meðan lögregla athafnar sig á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×