Innlent

Konurnar þrjár fundnar þökk sé GPS-hnitum

Gissur Sigurðsson skrifar
Leit hófst að konunum frá Landmannalaugum skömmu eftir miðnætti.
Leit hófst að konunum frá Landmannalaugum skömmu eftir miðnætti. Vísir/Stefán
Erlendu konurnar þrjár, sem leit hófst að í grennd við Landmannalaugar laust fyrir miðnætti, fundust upp úr klukkan tvö í nótt.

Þær voru orðnar nokkuð kaldar en að öðru leyti heilar á húfi. Þær hresstust brátt við að fá heitt að drekka hjá björgunarmönnunum.

Þær höfðu náð símasambandi við samferðafólk sitt og tilkynnt þeim að þær væru villtar. Hóf fólk úr hálendisvakt Landsbjargar þegar leit en brátt var kallað á liðsauka björgunarmanna á Suðurlandi.

Þrátt fyrir stopult farsímasamband tókst konunum að koma upplýsingum um GPS-hnit til samferðafólksins sem kom þeim upplýsingum til björgunarmanna, sem leiddu til þess að þær fundust.

Tuttugu menn voru þá komnir til leitar og farið að undirbúa að kalla út frekari liðsauka. Gengu þær með björgunarmönnum niður í Laugar, þangað sem komið var um klukkan hálf fjögur í nótt.

Góð leitarskilyrði voru á svæðinu, heiðskýrt og stjörnubjart.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×