Enski boltinn

Titilvörn United hefst gegn Burton Albion

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester United vann keppnina í fyrra.
Manchester United vann keppnina í fyrra. Vísir/Getty
Í nótt var dregið í þriðja umferð ensku deildabikarkeppninnar en þá hefja þau lið þátttöku sem spila í Evrópukeppnum í vetur.

Manchester United hefur titilvörn sína í keppninni gegn B-deildarliði Burton Albion á heimavelli sínum. Liverpool mætir öðru úrvalsdeildarliði, Leicester, á útivelli.

Þá fer Manchester City í heimsókn til West Brom og Arsenal tekur á móti C-deildarliði Doncaster Rovers. Nottingham Forest afrekaði að slá úrvalsdeildarlið Newcastle úr leik og fær í verðlaun leik gegn Chelsea á útivelli.

32 lið eru eftir í keppninni en leikirnir fara fram í vikunni sem hefst 18. september.

Athygli vakti að drátturinn fór fram klukkan 03.15 í nótt en dregið var í Peking. Keppnin heitir eftir styrktaraðilanum Carabao sem er orkudrykkjaframleiðandi frá Víetnam.

Sjá einnig: Dregið í deildabikarinn að næturlagi

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengu heimaleik gegn Sunderland. Reading, lið Jóns Daða Böðvarssonar, mætir Swansea og Aston Villa, með Birki Bjarnason innanborðs, fær leik gegn Middlesbrough á heimavelli.

Leikirnir:

West Bromwich Albion - Manchester City

Everton - Sunderland

Leicester City - Liverpool

Manchester United - Burton Albion

Brentford - Norwich City

Wolverhampton Wanderers - Bristol Rovers

Burnley - Leeds

Arsenal - Doncaster Rovers

Bristol City - Stoke City

Reading - Swansea City

Aston Villa - Middlesbrough

Chelsea - Nottingham Forest

West Ham United - Bolton Wanderers

Crystal Palace - Huddersfield Town

Tottenham Hotspur - Barnsley eða Derby County

Bournemouth - Brighton and Hove Albion


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×