Fótbolti

Hættur þremur vikum eftir að hafa náð í silfur á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nils Nielsen gerði góða hluti með danska landsliðið.
Nils Nielsen gerði góða hluti með danska landsliðið. vísir/getty
Nils Nielsen er hættur sem þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta.

Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 4-2 tap fyrir Hollandi í úrslitaleik EM.

Nielsen tók við danska liðinu árið 2013. Honum tókst ekki að koma Danmörku á HM 2015 en danska liðið komst örugglega á EM.

Þar komu Danir á óvart og fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir heimaliðinu. Silfurverðlaun eru besti árangur Danmerkur á stórmóti í kvennaflokki.

Fyrir þennan góða árangur var Nielsen tilnefndur sem þjálfari ársins í kvennaflokki hjá FIFA. Það kemur í ljós í október hver hreppir hnossið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×