Lífið

Fjör og freyðivín í opnunarteiti H&M

Hersir Aron Ólafsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa

Það var mikið um dýrðir í Smáralindinni í kvöld þegar sænski fatarisinn H&M hélt sérstakt opnunarpartý vegna opnunnar fyrstu H&M verslunarinnar hér á landi.

Útvöldum var boðið að fá forsmekkinn þess sem koma skal með opnun verslunarinnar en Sérstakar H&M rútur keyrðu gestina í Smáralindina

Rauði dregilinn var mættur í Smáralindina og fengu gestir að njóta freyðivíns og vel valinna skemmtiatriða.

Á meðal þeirra sem voru á boðslistanum eru lífsstílsbloggarar, áhrifavaldar, leikarar, fatahönnuðir, fjölmiðlafólk og fleiri. Á meðal boðsgesta eru Hilmir Snær, Eva Laufey Kjaran, Bjarki Gunnlaugs, Hildur Yeomen, Jóhannes Haukur, Álfrún ritstjóri Glamour, Björn Bragi fleiri þekktir einstaklingar.

Hersir Aron Ólafsson fréttamaður var á staðnum og tók púlsinn á nokkrum boðsgestum eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.

Laufey Elíasdóttir ljósmyndari Vísis var einnig á staðnum og tók þær myndir sem sjá má hér að neðan. Smellið á örvarnar til að fletta myndaalbúminu.

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.