Sport

Farah náði fram hefndum í síðasta hlaupinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lokaspretturinn í hlaupinu í gær var æsispennandi. Farah vann eftir svakalegan lokasprett þar sem heimsmeistarinn datt eftir að hafa reynt að dýfa sér yfir marklínuna.
Lokaspretturinn í hlaupinu í gær var æsispennandi. Farah vann eftir svakalegan lokasprett þar sem heimsmeistarinn datt eftir að hafa reynt að dýfa sér yfir marklínuna. Vísir/Getty
Ferli Mo Farah á hlaupabrautinni er lokið en hann vann í gær sigur í fimm þúsund metra hlaupi á Demantamóti í Zürich. Hann náði að koma fram hefndum gegn nýkrýndum heimsmeistara í greininni.

Eþíópíumaðurinn Muktar Edris vann heldur óvænt gull á HM í London fyrr í þessum mánuði þegar Farah keppti á sínu síðasta stórmóti á ferlinum og það á heimavelli.

Farah og Edris áttu æsilegan lokasprett í hlaupinu í gær en svo fór að Farah hafði nauman sigur á þrettán mínútum og 6,06 sekúndum.

„Ég vildi vinna og það er ótrúlegt að það hafi tekist. Ég lagði mikið á mig. Ég mun sakna hlaupabrautarinnar, fólksins og þeirra sem styðja mig,“ sagði Farah sem ætlar nú að snúa sér að götuhlaupum.

„Ég hef notið þess að hlaupa á leikvöngum í mö0rg ár en nú ætla ég fyrst og fremst að njóta þess að vera með fjölskyldu minni.“


Tengdar fréttir

Magnaður Farah vann enn og aftur gull

Mo Farah, sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi, bar sigur úr býtum í 10 þúsund metra hlaupi í spennandi hlaupi á HM á heimavelli hans í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×