Lífið

Bein útsending: H&M opnar dyrnar í Smáralindinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti einstaklingurinn mætti í röðina 24 klukkustundum fyrir opnun.
Fyrsti einstaklingurinn mætti í röðina 24 klukkustundum fyrir opnun. Vísir/SÁP
Tískurisinn H&M opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í Smáralindinni í dag og verður viðskiptavinum hleypt inn í hollum klukkan tólf.

Freydís Björg Óttarsdóttir mætti í röðina í hádeginu í gær og hefur beðið þar í alla nótt. Þrír voru komnir í röðina rétt eftir miðnætti. Smáralindin hefur verið opin í alla nótt og hafa spenntir viðskiptavinir ekki þurft að bíða úti í röð eftir opnun verslunarinnar.

Vísir verður með beina útsendingu frá röðinni í dag og verður hægt að fylgjast með mannfjöldanum inni í Smáralind.

Klukkan 11:30 mæta fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir og fjalla nánar um opnunina í beinni útsendingu frá Smáralindinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á óvæntu atriði í fyrir utan verslunina nokkrum mínútum áður en verslunin verður opnuð.

Útsendingunni er lokið.

H&M

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×