Körfubolti

Allt í uppnámi í Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyrie Irving og Isiah Thomas í leik Cleveland og Boston á síðasta tímabili.
Kyrie Irving og Isiah Thomas í leik Cleveland og Boston á síðasta tímabili. vísir/getty
Ein af stærri félagsskiptum undanfarinna ára í NBA-deildinni gætu verið dregin til baka, en Cleveland Cavaliers íhugar nú að hætta við að senda Kyrie Irving til Boston Celtics.

Ástæðan er sú að Isiah Thomas, sem kemur frá Boston í skiptum fyrir Irving, er meiddur á mjöðm. Hann fór í læknisskoðun hjá Cleveland í gær og mun útkoman ekki hafa verið góð.

Samkvæmt reglum NBA má Cleveland hætta við, en óljóst er hvað félagið gerir í þessari stöðu. Fjölmiðlar vestanhafs segja ástandið vera ákaflega viðkvæmt í Cleveland um þessar mundir.

Thomas meiddist á mjöðm undir lok síðasta tímabils. Læknateymi Boston þótti ekki ástæða til að senda leikmanninn í aðgerð, hvíld og endurhæfing væri allt sem hann þyrfti. Þrátt fyrir að hafa verið í endurhæfingu í sumar er Thomas ekki enn farin að geta hlaupið.

Danny Ainge, einn af forráðamönnum Boston, sagði að meiðsli Thomas hefðu verið hluti af ástæðu þess að félagið samþykkti skiptin við Cleveland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×