Íslenski boltinn

Selfoss sigraði Leikni F

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Mack skoraði fyrir Selfoss.
James Mack skoraði fyrir Selfoss. vísir/eyþór

Leiknir frá Fáskrúðsfirði er svo gott sem fallið úr Inkasso deildinni eftir 2-0 tap gegn Selfossi á heimavelli í dag.

James Mack skoraði fyrsta mark Selfoss á 79. mínútu með skoti utan úr teig.

Leighton McIntosh innsiglaði svo sigur Selfoss á 90. mínútu með marki eftir sendingu frá Andy Pew.

Leiknir er á botni deildarinnar með 7 stig þegar aðeins fjórir leikir eru eftir. Þeir þurfa 9 stig til að ná ÍR í tíunda sætinu, svo stærðfræðilega er möguleikinn fyrir hendi, en verður að teljast ólíklegt að liðið haldi sér í deildinni.

Selfoss fara með sigrinum upp fyrir Fram í áttunda sætið með 24 stig.


Tengdar fréttir

Fylkir nartar í hælana á Keflavík

Góð byrjun Framara gegn Fylki í kvöld var ekki undanfari þess sem koma skildi því Fylkir svaraði með fimm mörkum og vann, 1-5, í leik liðanna í Inkasso-deildinni í kvöld.

Geggjuð endurkoma hjá Keflavík

Topplið Inkasso-deildarinnar, Keflavík, vann dramatískan sigur á ÍR á meðan Þróttur tapaði mikilvægum stigum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.