Lífið

John Cleese kemur fram í Hörpu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cleese er heimsþekktur grínisti.
Cleese er heimsþekktur grínisti.
Hinn eini sanni John Cleese er á leiðinni til landsins með nýja sýningu sína sem hann mun ferðast með um alla Evrópu. Sýningin ber heitið  Last Time to See Me Before I Die. Hann kemur fram í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 17. maí á næsta ári.

Cleese er leikari, grínisti, handritahöfundur, kvikmyndaframleiðandi og lifandi goðsögn. Hann var einn af forsprökkum gamanhópsins Monty Python og fór með aðalhlutverkið í gamanþáttunum Fawlty Towers sem gengu undir nafninu Hótel Tindastóll hér á landi. Auk þess hefur hann leikið í fjölda þekktra bíómynda á borð við A Fish Called WandaRat RaceHarry Potter og James Bond.

Í sýningunni mun Cleese deila sögum og minningum með áhorfendum sem hann hefur sankað að sér á 40 ára ferli sínum. Að lokum mun hann taka við spurningum úr sal og eru Íslendingar einkar heppnir að fá að berja hann augum og spyrja hann spurninga áður en hann deyr eins og Cleese orðar það sjálfur.

Fimm verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6.990 krónum en 1.500 miðar verða í boði í heildina.

Hér að neðan má sjá brot úr auglýsingaherferð sem Cleese tók þátt í fyrir Kaupþing í góðærinu ásamt Randver Þorlákssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×