Fótbolti

Dembele kominn til Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dembele hitti unga stuðningsmenn Barcelona í dag.
Dembele hitti unga stuðningsmenn Barcelona í dag. Mynd/Twittersíða Barcelona
Ousmane Dembele hefur skrifað undir samninga hjá Barcelona og er nú formlega orðinn leikmaður félagsins. Fyrir helgi var greint frá því að samkomulag hafi náðst á milli Barcelona og Borussia Dortmund, en nú eru skiptin endanlega gengin í gegn.

Kaupverðið er sagt vera 96,8 milljónir punda, með möguleika á viðbótargreiðslum sem gætu hækkað verðið upp í 135,5 milljónir punda. Félagaskiptin eru því þau næst hæstu í sögunni, á eftir 200 milljóna punda sölunni á NeymarDembele er einmitt sagður koma til Barcelona til þess að fylla skarð Neymar.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Dembele. „Það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir Barcelona og ég er mjög glaður með að hafa uppfyllt þann draum.“

„Þetta er besta félag í heimi með bestu leikmenn í heimi.“

Dembele spilaði síðast fótboltaleik 5. ágúst, en hann var settur í bann hjá Dortmund eftir að hafa misst af æfingu hjá félaginu. Hann skoraði 10 mörk í 49 leikjum fyrir þýska félagið á síðasta tímabili. 

 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×