Tónlist

Iron & Wine til Íslands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tónleikar með Iron & Wine verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þann 14. janúar.
Tónleikar með Iron & Wine verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þann 14. janúar. visir/getty
Ísland verður einn viðkomustaða tónlistarmannsins Sam Beam á tónleikaferðalagi hans í tilefni plötunnar Beast Epic sem kom út 25. ágúst. Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug.

Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 14. janúar. Iron & Wine mun flytja öll sín helstu lög í bland við efni á nýju plötunni Beast Epic.

Beast Epic hefur víða hlotið góða dóma. Í tónlistartímaritinu Q Magazine er nýju plötunni lýst sem afturhvarfi til eldri platna tónlistarmannsins. Þá er sagt að viskan leki af textunum sem er að finna á Beast Epic. Þeir séu eins og samtal föður og sonar. Þá segir í tónlistargagnrýni Pitchfork: „Að hlusta á plötuna er eins og að umvefja sig með hlýju teppi þegar manni er kalt.“

Miðinn kostar frá 4990 krónum en nokkur verðsvæði eru í boði. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.00 á harpa.is/iron. Þá fer forsala Senu Live fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn klukkan 10.00. Allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live fá tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miðann. Miðasölunni lýkur í síðasta lagi klukkan 22.00.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×