Innlent

Lesfimi ábótavant hjá grunnskólabörnum á miðstigi

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Bæta þarf lesfimi íslenskra grunnskólanema á miðstigi, en þar dregur gjarnan úr framförum þeirra miðað við yngri bekki. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi vegna Þjóðarsáttmála um læsi í morgun. Sáttmálinn var fyrst undirritaður árið 2015, en að verkefninu koma mennta- og menningarmálaráðherra, samtökin Heimili og skóli og fulltrúar allra sveitarfélaga landsins. Markmiðið er að meta lesfimi allra nemenda í íslenskum grunnskólum og er þar helst notast við sérstök lesfimipróf.

Ráðherra kynnti niðurstöður fyrsta heila ársins í verkefninu í morgun. Niðurstöður sýna að lesfimi dalar þegar komið er í 5. bekk grunnskóla, en skríður svo aftur upp á við þegar á unglingastig er komið. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, telur æskilegst að lestur sé kenndur á öllum árum grunnskólanáms líkt og m.a. er gert í Hafnarfirði.

Formaður kennarasambands Íslands segir að lesfærni verði aðeins bætt með samstilltu átaki skóla og foreldra. Telur hann m.a. mikilvægt að auka framboð íslensks efnis fyrir spjaldtölvur, enda sæki börn í síauknum mæli í slík tæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×