Erlent

Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston

Samúel Karl Ólason skrifar
Vitað er að minnst átta séu látnir.
Vitað er að minnst átta séu látnir. Vísir/EPA
Lögreglustjóri Houston í Texas segist hafa áhyggjur af því hve mörg lík muni finnast þegar flóðin vegna fellibylsins Harvey verða búin. Talið er að fjögur börn og afi þeirra og amma hafi látið lífið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju þegar þau voru á flótta undan flóðunum.

Frændi barnanna ók bílnum, samkvæmt héraðsmiðlinum KHou.com, og slapp hann út um glugga bílsins. Í bílnum voru einnig hjón sem voru 84 ára og 81 árs. Þá voru börnin 16, 14, 8 og 6 ára gömul. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur þetta þó ekki verið staðfest af yfirvöldum.

Vitað er að minnst átta séu látnir.

Samkvæmt frétt Reuters er búist við því að flóðin muni versna þar sem til stendur að hleypa vatni úr hinum ýmsu lónum til að verja stíflur og önnur mannvirki. Rigning mun halda áfram á næstu dögum og mun hún samsvara um ársrigningu á einni viku.



Hingað til hefur rigningin mælst minnst 75 sentímetrar og talið er mögulegt að það geti tvöfaldast í vikunni.

Búist er við því að um 30 þúsund íbúar Houston muni missa heimili sín í óveðrinu og er Harvey versti fellibylur sem lent hefur á Houston í rúm 50 ár.


Tengdar fréttir

Trump heldur til Texas á þriðjudag

Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×