Innlent

Vilja nútímavæða skráningu hesta

Benedikt Bóas skrifar
Þegar unnið er með íslenska hestinn þá tengir snjallsímaforritið notandann beint við gagnagrunn íslenska hestsins, WorldFeng.
Þegar unnið er með íslenska hestinn þá tengir snjallsímaforritið notandann beint við gagnagrunn íslenska hestsins, WorldFeng. Mynd/Anitar

Ungir íslenskir frumkvöðlar stefna að því að framleiða Anitar örmerkjalesara til að einfalda alla vinnu við skráningu og utanumhald dýra. Stofnendur Anitar telja núverandi ferli óskilvirk og tímafrek.

Þurfa þeir að selja 250 eintök af örmerkjalesaranum í forsölu til þess að geta sett framleiðsluna í gang. Forsalan fer fram í gegnum Kickstarter og vonast teymið á bak við lesarann til að safna 40 þúsund dollurum, eða 4,2 milljónum svo hægt verði að hefja framleiðslu.

„Ég var úti í haga að sækja hest sem ég á og varð þá vitni að mönnum í erfiðleikum með að finna réttan hest. Það tók þá nokkurn tíma að finna þann rétta. Mér þótti fyndið að fylgjast með þessu en karma bítur mann yfirleitt í bakið og ég rölti í burtu með vitlausan hest þennan sama dag,“ segir Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar. 

„Í ljósi þessarar reynslu ákvað ég að setja saman hóp fólks og reyna að finna einfalda lausn á vandamálinu. Við höfum þróað tæki sem getur nýst dýralæknum og ræktunarmönnum í starfi. Nú er bara að fá þá til liðs við okkur,“ segir hann bjartsýnn.

Fyrsta útgáfan kallast The Bullet. Það er lítill örmerkjalesari og fer vel í vasa. Lesarinn er notaður samhliða snjallsímaforritum sem fyrirtækið er einnig að þróa.

Með þessari samsetningu verður hægt að skanna og vinna með upplýsingar fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.