Viðskipti erlent

Leiga ódýrari en lántaka

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íbúðarhúsnæði í Ósló.
Íbúðarhúsnæði í Ósló. NORDICPHOTOS/GETTY
Hagfræðingur norska stórbankans DNB, Kjersti Haugland, spáir því að húsnæðis­verð muni halda áfram að lækka í Ósló til sumarsins 2018.

Til skamms tíma verði því kostnaðurinn við að leigja minni en kostnaðurinn við að taka lán til að kaupa sitt eigið. Á það sérstaklega við þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn.

Hún spáir því að húsnæðisverðið fari að hækka á ný árið 2019 og 2020. Það verði svo ekki fyrr en í lok árs 2020 sem verð á húsnæði verði svipað og nú í vor.

Fyrir nokkrum árum spáði bankinn verðlækkun en þá hækkaði hins vegar húsnæðisverðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×