Viðskipti erlent

Breskar búðir afnema túrskattinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fimm prósenta viðbótarskattur er á túrtöppum og dömubindum í Bretlandi.
Fimm prósenta viðbótarskattur er á túrtöppum og dömubindum í Bretlandi. Vísir/Getty

Breska verslanakeðjan Co-Op er sú síðasta í röð verslana sem ákveðið hafa að rukka ekki viðskiptavini um svokallaðan „túrskatt“. Skatturinn er lagður á dömubindi og túrtappa þar sem vörurnar flokkast sem lúxusvörur.

Verðið á vörunum mun lækka um fimm prósent frá og með mánaðarlokum og mun verslunin þannig niðurgreiða þær. Á síðustu vikum hafa Tesco, Waitrose og Morrisons tekið sömu ákvörðun að því er fram kemur í frétt City A.M. um málið.

Stefnt er að því að skatturinn verði lagður af á næsta ári samkvæmt löggjöf sem verið er að vinna að í evrópska þinginu. Bresku verslanirnar hafa hins vegar tekið forskot á sæluna með því að bjóða strax lægra verð. Áður hafði skatturinn verið lækkaður úr tuttugu prósentum í fimm prósent.


Tengdar fréttir

Vilja að túrskattur verði lækkaður

Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,75
9
104.677
HAGA
1,17
24
1.689.232
EIM
0,87
8
97.182
VOICE
0,86
11
520.466
ORIGO
0,82
4
7.031

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,37
9
133.580
GRND
-1,81
8
49.547
MARL
-0,93
19
293.097
REGINN
-0,2
11
139.700
SJOVA
0
3
19.066