Lífið

Sjáðu Ungfrú Ísland keppnina í heild sinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ungfrú Ísland árið 2017 er Ólafía Ósk Finnsdóttir en keppnin fór fram í Hörpu á laugardag. 24 stúlkur tóku þátt í keppninni í ár sem sýnd var í beinni hér á Vísi. Keppnina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Auk Ólafíu fengu fjórar aðrar stúlkur titil í lok kvöldsins. Úrsúla Hanna Karlsdóttir hlaut titilinn Fyrirsætustúlkan 2017 og Fanney Sandra Albertsdóttir hlaut titilinn Hæfileikastúlkan en hún spilaði á þverflautu í hæfileikakeppninni. Hrafnhildur Arnardóttir var valin Íþróttastúlkan eftir íþróttakeppni sem fór fram í World Class. Stefanía Tara Þrastardóttir var valin vinsælasta stúlkan með netkosningu.


Tengdar fréttir

Ólýsanleg gleði og spennufall hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland

Á laugardaginn var Ungfrú Ísland 2017 krýnd og það var Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn. Ólafía segir gleðina sem fylgdi sigrinum vera ólýsanlega. Ólafía er á leið til Bandaríkjanna en þar hyggst hún slaka á næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×