Innlent

Bíll rann út í sjóðheitt lónið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bíllinn rann löturhægt út í lónið.
Bíllinn rann löturhægt út í lónið. Mynd/Óskar Þór Halldórsson.
Bílaleigubíll rann út í Bjarnarflag í Mývatnssveit fyrr í dag. Engan sakaði en svo virðist sem að bílstjórinn hafi gleymt að setja bílinn í „park“ þegar bílnum var lagt.

Rúv greindi fyrst frá en í samtali við Vísi segir Karl Viðar Pálsson, sem kallaður var út til að draga bílinn upp að eldri hjón frá Bandaríkjunum hafi verið með bílinn á leigu. Var bíllinn mannlaus þegar hann rann út í lónið

„Þau voru að horfa upp á Námaskarðið þegar bíllinn rann út í,“ segir Karl Viðar.

Lítið mál var að draga bílinn upp úr lóninu sem er sjóðandi heitt. Segir Karl Viðar að örlítið vatn hafi komist inn í bílinn. Var það þurrkað upp og héldu hjónin för sinni áfram.

Karl Viðar Pálsson var kallaður til og reddaði hann málunum.Mynd/Óskar Þór Halldórsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×