Viðskipti innlent

Nespresso-verslun opnar í Kringlunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stefnt er að því að Nespresso-verslun opni í Kringlunni þann 1. desember næstkomandi.
Stefnt er að því að Nespresso-verslun opni í Kringlunni þann 1. desember næstkomandi. Vísir/Getty

Stefnt er að því að Nespresso-verslun opni í Kringlunni þann 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar segir að netverslun verði opnuð í nóvember en að verslunin sjálf muni opna í desember. Jóhanna Sævarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri og stefnt er að því að ráða kaffisérfræðinga í allt að tólf stöðugildi á næstu mánuðum.

Verslanir Bónus hófu í síðustu viku að selja Nespresso kaffihylki í Nespresso kaffivélar. Áður hafa Nespresso kaffivélar verið seldar á landinu en eigendur þeirra þurft að kaupa kaffihylkin erlendis eða flytja þau til landsins í gegnum póstinn með því að versla á vefsíðu svissneska fyrirtækisins eða í erlendum sérverslunum. Verslunin Fitness Sport hefur þó selt kaffihylkin af og til.

Slík kaffihylki eru þó ekki óumdeild og eru þau sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
0,96
2
33.174
SJOVA
0,47
2
2.649
HEIMA
0
1
199
SKEL
0
3
2.060
ORIGO
0
1
1.052

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-4,09
2
367
SIMINN
-2,16
5
83.516
ICEAIR
-1,34
23
102.891
EIM
-1,21
5
41.193
EIK
-0,8
4
9.689