Formúla 1

Vettel viss um að Ferrari geti lagað veikleika sína

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel á Ferrari bílnum.
Vettel á Ferrari bílnum. Vísir/Getty

Sebastian Vettel, efsti maður í heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari er viss um að liðið geti bætt úr veikleikum sem hrjá liðið.

Vettel sem hefur unnið fjórar keppnir á tímabilinu er 14 stigum á undan Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna.

Vettel er sannfærður um að Ferrari geti áfram staðið í Mercedes eftir sumarfrí.

„Við erum með frábæran bíl og við vitum það. Ég held að við höfum góða mynd af því hverjir styrkleikar og veikleikar bílsins eru. Við erum að vinna í þeim,“ sagði Vettel.

Ferrari liðið hefur þurft að lúta í lægra haldi gegn Mercedes liðinu á brautum þar sem aflið skiptir miklu máli. Dæmi um slíkt er Silverstone brautin þar sem Hamilton vann heimakappastur sinn en Ferrari menn voru heillum horfnir.

„Við erum með mjög stórt lið og það starfar mikið af frábæru fólki þar, ungu fólki á framabraut. Fólkið hjá Ferrari er reiðubúið að taka áhættur og það er það sem þarf,“ bætti Vettel við.

Það gladdi Vettel að heyra að „minnstu lætin„ komu frá Ferrari síðasta vetur. Liðið undirbjó sig fyrir nýjan kafla í Formúlu 1 með hraðari, breiðari og vígalegri bílum.

„Síðasta vetur vorum við með minnstu lætin. Það var mikið talað um nýju bílana og nýju reglurnar og hvernig það myndi henta hverju liði og svo framvegis,“ sagði Vettel.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Varnarsigur í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 um liðna helgi. Hann var að glíma við stýrisvandamál í bíl sínum og hefði verið auðveld bráð fyrir Mercedes menn ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga Vettel, Kimi Raikkonen sem varði sinn mann vel en þurfti að bíta í það súra að fá ekki að taka fram úr Vettel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira