Viðskipti erlent

Snap. Inc. í frjálsu falli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gengi bréfanna er orðið lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars.
Gengi bréfanna er orðið lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars. Visir/getty

Uppgjör annars ársfjörðungs Snap Inc,. sem á samfélagsmiðlafyrirtækið Snapchat, olli vonbrigðum. Notendum fjölgaði á ársfjórðungnum en ekki eins mikið og greinendur og fjárfestar höfðu gert ráð fyrir.

Þrátt fyrir að tekjur fyrirtækist hafi aukist þá jukust skuldirnar mun meira. Gengi bréfanna fór hæst í tuttugu og sjö en er núna rúmlega þrettán. Bréfin féllu um 13% í dag. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins er nú orðið töluvert lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars.

Nýir notendur voru sjö milljónir á öðrum ársfjórðungi sem er mun minna en á þeim fyrsta. Á fyrsta ársfjórðungi voru nýir notendur um átta milljónir. Hlutabréf í Snap Inc. hafa hrunið eftir að ársfjórðungsuppgjörið var gert opinbert í dag. Þetta kemur fram á vef CNBCAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
0,29
7
63.223
REITIR
0,06
10
575.271
ICEAIR
0
11
182.335
EIM
0
10
360.900

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,39
2
29.129
N1
-1,24
2
74.089
REGINN
-1,01
7
155.354
EIK
-0,99
8
220.011
MARL
-0,8
15
476.676