Viðskipti innlent

Hafnar ásökunum Haga um þrýsting

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hagar saka Fríhöfnina um brot á samkeppnislögum
Hagar saka Fríhöfnina um brot á samkeppnislögum vísir/andri marinó

Fríhöfnin vísar á bug ásökunum stjórnenda Haga um að hafa beitt erlendan birgi þrýstingi til þess að hafa áhrif á verðlagningu á snyrtivörum í Hagkaup. Hagar kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins sem ákvað að taka málið ekki til rannsóknar.

Hins vegar beindi eftirlitið tilmælum til Fríhafnarinnar til að draga úr hættu á því að starfsemin færi gegn samkeppnislögum.

Finnur Árnason, forstjóri Haga

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sendi Fríhöfnin bréf til erlends birgis árið 2013 þar sem kvartað var yfir tilboðsverði á snyrtivörum í verslunum Hagkaups. Stjórnendur Haga telja að Fríhöfnin hafi þannig reynt að koma í veg fyrir að viðskiptavinir Hagkaups nytu lágs verðs á slíkum vörum. Um leið hafi Fríhöfnin brotið gegn samkeppnislögum. Kvartað var til Samkeppniseftirlitsins. 

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir gagna hafa verið aflað til þess að meta hvort tilefni væri til rannsóknar en að ekki væri talin ástæða til að hefja ítarlega rannsókn á því hvort brot hefðu átt sér stað. 

Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar

Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir verslunina vísa ásökunum Haga á bug. „Samkeppniseftirlitið fékk málið á sitt borð á sínum tíma og ákvað að aðhafast ekkert í því.“

Umrætt mál var rifjað upp í aðdraganda ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju. Stjórnendur Haga tóku fram í tilkynningu í gær að sterk staða sameinaðs félags á snyrtivörumarkaði hefði verið megin­ástæða þess að eftirlitið hafnaði kaupunum. Þar vægi þungt að eftirlitið telur Fríhöfnina ekki hluta af íslenskum snyrtivörumarkaði. Hagar telja hins vegar að Fríhöfnin líti á sig og aðra innlenda snyrtivörusala sem keppinauta. 

Páll Gunnar tekur fram að samruninn hefði talist skaðlegur þótt Fríhöfnin hefði verið talinn hluti af markaði málsins. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
15,92
38
11.432.075
SJOVA
2,21
4
74.920
ICEAIR
2
25
181.225
HEIMA
1,77
4
10.214
SKEL
1,74
5
46.050

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-6,21
11
8.784
ORIGO
-1,12
1
29.662
TM
-1,06
4
82.300
REITIR
0
1
15.960