Lífið

Í þagnarbindindi í mánuð eftir fæðingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Parið ætlar að njóta hverrar stundar með barninu.
Parið ætlar að njóta hverrar stundar með barninu. Vísir/getty

Leikaraparið Nikki Reed og Ian Somerhalder ákvað að fyrstu fjórar vikur barnsins þeirra yrðu hljóðlátar. Parið átti stelpuna sína í lok júlímánaðar. Leikararnir eru þekktastir fyrir að leika vampírur í vinsælum þáttum og kvikmyndum. Reed lék Rosalie Hale í Twilight-myndunum og Ian Somerhalder leikur Damon Salvatore í þáttaröðinni The Vampire Diaries.

Þau ætla að njóta fyrsta mánaðarins til hins ítrasta og fá að eiga hann alein. Parið hefur strengt þess heit að fyrstu fjórar vikurnar í lífi barnsins verði „mánuður af þögn,“ eins og Reed sagði í viðtali. Þau er búin leggja þvert bann við gestagangi og ætla þau auk þess að slökkva á öllum símum. Þetta kemur fram á vef Fit Pregnancy and Baby.

Reed segir að meðgangan hafi gjörbreytt henni og gert hana afdráttarlausari í skoðunum og ákvörðunum. Hún segist í fyrsta skiptið í lífi sínu hafna öllu sem ekki sé henni að skapi.

„Meðganga er það augnablik sem þú finnur þína fjöl og áttar þig á því hvað þú vilt, þegar þú vilt það og hvernig þú vilt það,“ segir Reed sem hefur aldrei liðið betur.

Fréttin hefur verið lagfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira