Lífið

Í þagnarbindindi í mánuð eftir fæðingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Parið ætlar að njóta hverrar stundar með barninu.
Parið ætlar að njóta hverrar stundar með barninu. Vísir/getty

Leikaraparið Nikki Reed og Ian Somerhalder ákvað að fyrstu fjórar vikur barnsins þeirra yrðu hljóðlátar. Parið átti stelpuna sína í lok júlímánaðar. Leikararnir eru þekktastir fyrir að leika vampírur í vinsælum þáttum og kvikmyndum. Reed lék Rosalie Hale í Twilight-myndunum og Ian Somerhalder leikur Damon Salvatore í þáttaröðinni The Vampire Diaries.

Þau ætla að njóta fyrsta mánaðarins til hins ítrasta og fá að eiga hann alein. Parið hefur strengt þess heit að fyrstu fjórar vikurnar í lífi barnsins verði „mánuður af þögn,“ eins og Reed sagði í viðtali. Þau er búin leggja þvert bann við gestagangi og ætla þau auk þess að slökkva á öllum símum. Þetta kemur fram á vef Fit Pregnancy and Baby.

Reed segir að meðgangan hafi gjörbreytt henni og gert hana afdráttarlausari í skoðunum og ákvörðunum. Hún segist í fyrsta skiptið í lífi sínu hafna öllu sem ekki sé henni að skapi.

„Meðganga er það augnablik sem þú finnur þína fjöl og áttar þig á því hvað þú vilt, þegar þú vilt það og hvernig þú vilt það,“ segir Reed sem hefur aldrei liðið betur.

Fréttin hefur verið lagfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira