Golf

Olessen og Kisner með forystu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thorbjörn Olessen átti góðan dag.
Thorbjörn Olessen átti góðan dag. vísir/getty

Daninn Thorbjörn Olessen og Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdaginn á PGA-meistaramótinu sem fer fram á Quail Hollow Club í Charlotte í Bandaríkjunum.

Olessen og Kisner léku á fjórum höggum undir pari í dag. Næstir koma fimm Bandaríkjamenn á þremur höggum undir pari; Grayson Murray, Gary Woodland, Brooks Koepka, Chris Stroud og D.A. Points.

Dustin Johnson, efsti maður heimslistans, er á einu höggi undir pari. Jordan Spieth, sem vann Opna bandaríska meistaramótið á dögunum, er á einu höggi yfir pari, líkt og Rory McIlroy.

Jimmy Walker, sem vann PGA-meistaramótið í fyrra, var í miklum vandræðum í dag og lék hringinn á 10 höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira