Viðskipti innlent

Hagar ráðast í endurkaup á eigin bréfum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup.
Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. vísir/anton brink

Stjórn Haga hefur ákveðið að ráðast í endurkaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Á aðalfundi Haga sem haldinn var þann 7. júní síðastliðinn var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10 prósent af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.

Fram kemur í tilkynningu að á grundvelli þeirra samþykktar mun endurkaupaáætlun fara fram sem hefst þann 14. ágúst næstkomandi.

Endurkaupin munu að hámarki nema 25 milljón hlutum eða um 2,13 prósent af útgefnum hlutum í félaginu. Fyrir á félagið 19,2 milljónir eigin hluta eða 1,64 prósent af útgefnum hlutum. Áætlunin mun gilda til 6. Júní á næsta ári og munu kaupin verða framkvæmd í áföngum.

Undanfarið hefur gengi hlutabréfa í Högum lækkaði verulega. Frá opnun Costco í lok maí hefur gengið lækkað um rúmlega 30 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975