Enski boltinn

Sky: Coutinho óskar eftir sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philippe Coutinho í leik með Liverpool
Philippe Coutinho í leik með Liverpool Vísir/Getty

Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho hefur óskað eftir því að hann verði seldur frá Liverpool. Þetta er staðhæft á fréttavef Sky Sports í dag.

Í morgun gaf Liverpool út yfirlýsingu að Coutinho væri ekki til sölu og myndi vera áfram í herbúðum félagsins.

Sögðu eigendur félagsins að ekki kæmi til greina að selja Coutinho og að ekki yrði hlustað á nein tilboð í leikmanninn.

Sky Sports fullyrðir að Coutinho hafi svarað yfirlýsingunni með þessari ósk en óvíst er hvað tekur við í málinu.

James Pearce, blaðamaður Liverpool Echo, fullyrðir hins vegar að forráðamenn Liverpool hafi ekki fengið beiðni Coutinho inn á borð til sín.Brasilíumaðurinn Coutinho hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í sumar. Liverpool hefur þegar hafnað tveimur tilboðum í hann frá Börsungum en það síðara var sagt vera upp á 100 milljónir evra.

Uppfært 12.45: Liverpool Echo hefur staðfest að Coutinho hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool.


Tengdar fréttir

Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn

Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld og það með sögulegum föstudagsleik þegar Arsenal tekur á móti Leicester City. Chelsea vann titilinn á síðasta tímabili en flestir spekingar eru á því að baráttan í ár verði á milli City og United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira