Enski boltinn

Gerrard náði ekki að stýra Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty

Steven Gerrard stjórnaði unglingaliði Liverpool í fyrsta keppnisleiknum í dag en 18 ára liðið mætti þá Derby County.

Steven Gerrard lagði skóna á hilluna í fyrra og ákvað að gerast þjálfari sjá sínu gamla félagi. Liverpool komst í 1-0 í leiknum en fékk á sig jöfnunarmark og missti því af tveimur stigum í 1-1 jafntefli.

Daniel Atherton, markvörður Liverpool-liðsins, varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.

Liam Coyle skoraði mark Liverpool með skalla í fyrri hálfleik en hann var fyrirliðaband liðsins í leiknum. Leikmenn Gerrard fengu færi til að gera út um leikinn en tókst ekki að skora fleiri mörk.

Steven Gerrard kom inn í knattspyrnuakademíu Liverpool í janúar og tók síðan við starfi þjálfara 18 ára landsliðsins í apríl eftir að hafa sannað sig fyrir knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira