Enski boltinn

Gerrard náði ekki að stýra Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty

Steven Gerrard stjórnaði unglingaliði Liverpool í fyrsta keppnisleiknum í dag en 18 ára liðið mætti þá Derby County.

Steven Gerrard lagði skóna á hilluna í fyrra og ákvað að gerast þjálfari sjá sínu gamla félagi. Liverpool komst í 1-0 í leiknum en fékk á sig jöfnunarmark og missti því af tveimur stigum í 1-1 jafntefli.

Daniel Atherton, markvörður Liverpool-liðsins, varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.

Liam Coyle skoraði mark Liverpool með skalla í fyrri hálfleik en hann var fyrirliðaband liðsins í leiknum. Leikmenn Gerrard fengu færi til að gera út um leikinn en tókst ekki að skora fleiri mörk.

Steven Gerrard kom inn í knattspyrnuakademíu Liverpool í janúar og tók síðan við starfi þjálfara 18 ára landsliðsins í apríl eftir að hafa sannað sig fyrir knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.

Fleiri fréttir

Sjá meira