Viðskipti erlent

Hlutabréf í Snapchat í sögulegri lægð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi bréfanna er orðið mun lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars.
Gengi bréfanna er orðið mun lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars. Visir/getty

Gengi hlutabréfa í Snap, móðurfélagi samfélagsmiðilsins Snapchat, hefur lækkað um rúmlega 12 prósent í dag í viðskiptum eftir lokun markaða. Gengi bréfanna er í sögulegu lægð.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að rekja megi þessa lækkun til þess að fyrirtækið tilkynnti í gær að tap á síðasta ársfjórðungi hefði numið 400 milljónum dollara, eða 42 milljörðum króna.

Um 173 milljónir manna nota daglega snapchat og hefur notendafjöldinn aukist um 4 prósent milli fjórðunga. Þrátt fyrir það á fyrirtækið undir högg að sækja frá samkeppnisaðilum á borð við Facebook sem býður svipaða þjónustu.

Gengi Snap er nú um 12 dollarar en var 17 dollarar þegar félagið var skráð á markað í mars síðastliðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975