Lífið

SKAM stjarna í erótískum spennutrylli

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tarjei Sandvik Moe og Henrik Holm í hlutverkum sínum sem Isak og Even.
Tarjei Sandvik Moe og Henrik Holm í hlutverkum sínum sem Isak og Even. Mynd/NRK

Tarjei Sandvik Moe sem fór með hlutverk Isaks í norsku unglingaþáttunum SKAM mun heldur betur bregða sér í nýtt hlutverk þegar hann fer með hlutverk í erótíska spennutryllinum „Ástarsamband.“ Þar fer hann með hlutverk nemanda sem á í ástarsambandi við kennara sinn.

„Þetta er spennandi handrit og mjög sérstakt hlutverk. Ef þetta hefði ekki verið krefjandi þá hef ég ekki tekið þetta að mér,“ segir Sandvik Moe í samtali við NRK.

„Þetta er skemmtilegt hlutverk. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í norskri kvikmynd áður svo þetta er spennandi. Það er áhugavert að skoða þessi gráðu svæði og hvað er rétt og rangt. Svo er þetta forboðin ást með þennan aldursmun.“

Sandvik Moe er nefnilega einungis 18 ára gamall og mun hann leika á móti leikkonunni Andreu Bræin Hovig, sem er reynslubolti í norsku leikhúsi. Hún er 44 ára gömul og er því 26 ára aldursmunur á milli aðalleikaranna, sem hefur vakið mikla athygli í norskum miðlum.

Henrik Martin Dahlsbakken sem leikstýrir myndinni segir að þrátt fyrir aldursmunin hafi óneitanlega verið straumar á milli Sandvik Moe og Bræin Hovig frá fyrstu kynnum.

Tekur ekki hverju sem er

Starfstilboðum hefur ringt yfir Sandvik Moe frá því hann tók að sér hlutverk Isaks í SKAM en hann segist ekki hafa viljað taka hverju sem er.

„Það hefur mikið komið, en það hefur líka verið margt rusl. Það er mikið af rugli sem ég vil ekki taka þátt í. Stundum virðist vera að framleiðendur vilji bara frá SKAM nafn til að fá góða umfjöllun,“ segir Sandvik Moe. 

Hann segist þó ekki vera hræddur um að vera einungis þekktur fyrir hlutverk Isaks. 

„Ég er ekki hræddur um að vera Isak að eilífu því ég veit að ég er betri en það. Ég tek því sem áskorun. Það er ágætt að hafa eitthvað til að keppast við.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira