Lífið

Lena Dunham hrósar Taylor Swift fyrir hugrekkið

Sylvía Rut Sigfúsóttir skrifar
Lena Dunham og Taylor Swift eru góðar vinkonur
Lena Dunham og Taylor Swift eru góðar vinkonur Getty
Leikkonan Lenda Dunham segist stolt af söngkonunni Taylor Swift fyrir vitnisburðinn við réttarhöldin í gær. Eins og sagt var frá á Vísi í gær kærði Swift útvarpsmann fyrir kynferðisofbeldi en maðurinn, sem heitir David Mueller, hafði áður kært söngkonuna vegna þeirra ásakana. Dunham skrifaði í færslu á Twitter í gær:

„Stolt af @taylorswift13 fyrir sterkan og beittan vitnisburð og fyrir að neita að sætta sig við að láta koma fram við sig eins og eign. Hún sýnir öflugt fordæmi.“

Muller er ákærður fyrir að káfa á berum rassi Swift en hann missti starfið sitt eftir að málið kom upp. Þess má geta að Mueller fer fram á yfir þrjú hundruð milljónir íslenskra króna í skaðabætur í sínu máli en Swift fer fram á að hann verði dæmdur til að greiða einn dal. Lögfræðingur sönkonunnar útskýrði þetta í viðtali á dögunum:

„Hún er að reyna að segja fólki að það er hægt að segja nei þegar einhver snertir þig. Að grípa í afturenda konu er ofbeldi og hefur alltaf verið rangt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×