Meistararnir sáu tvö rauð í tapi gegn Burnley | Sjáðu mörkin

skrifar

Titilvörn Chelsea byrjaði skelfilega í dag er Burnley sótti þrjú stig í 3-2 sigri á Stamford Bridge en tveir leikmenn Chelsea sáu rautt spjald í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í dag en hann var tekinn af velli á 75. mínútu stuttu eftir að Chelsea minnkaði muninn.

Gary Cahill sem tók við fyrirliðabandinu hjá Chelsea var rekinn af velli með beint rautt spjald á 14. mínútu og tíu mínútum síðar kom Sam Vokes gestunum yfir.

Stephen Ward bætti við marki og var Vokes aftur á ferðinni á 43. mínútu og leiddi Burnley ansi óvænt 3-0 í hálfleik á heimavelli ensku meistaranna.

Alvaro Morata, nýjasti framherji Chelsea, kom inn á í upphafi seinni hálfleiks og hann minnkaði muninn á 69. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Willian.

Cesc Fabregas var vikið af velli tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann fékk annað gula spjald sitt og léku Chelsea-menn því síðustu tíu mínúturnar tveimur mönnum færri.

Þrátt fyrir það náði Chelsea að minnka muninn á nýjan leik í uppbótartíma þegar David Luiz kom boltanum í netið og var því mikil dramatík á lokamínútunum.


Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.