Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga eða rúmlega þrettán ár.

Rooney byrjaði leikinn og kom Everton yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf hins unga Dominic Calvert-Lewin í netið.

Það reyndist vera eina mark leiksins en Rooney lék allar nítíu mínútur leiksins í dag.

Nýliðar Huddersfield byrja tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti en þeir unnu í dag 3-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik Frank De Boer sem stjóri Palace.

Joel Ward varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og stuttu síðar bætti Steve Mounie við marki fyrir Huddersfield og var staðan því 2-0 í hálfleik.

Mounie var aftur á ferðinni á 78. mínútu er hann innsiglaði sigurinn með öðru marki sínu en með sigrinum nær Huddersfield toppsæti deildarinnar um tíma.

West Brom byrjaði tímabilið á 1-0 sigri á heimavelli gegn Bournemouth en eina mark leiksins skoraði nýji maðurinn í vörninni hjá þeim, Ahmed Hegazy.

Þá skildu Swansea og Southampton jöfn á St. Mary's en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Swansea í dag vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.