Lífið

Svona verður verðið í H&M á Íslandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margir hafa beðið lengi eftir komu H&M til Íslands
Margir hafa beðið lengi eftir komu H&M til Íslands Vísir

Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi. Verslunin, sem er sögð þeirra aðalverslun hér á landi, er um 3.000 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum.

Margir bíða spenntir eftir því að sjá vöruúrvalið og einhverjir velta því fyrir sér hvort koma H&M muni hafa áhrif á verð annarra fataverslana. Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum flíkum og fylgihlutum í íslenskum krónum en verðin má sjá á myndunum hér að neðan.

Sjá einnig: H&M boðskortið sent á ranga Mörtu Maríu

„Við erum ótrúlega spennt að opna dyrnar á verslun H&M í Smáralind og bjóða viðskiptavinina velkomna. Við höfum nú þegar orðið vör við mikinn spenning í kringum opnunina okkar og hlökkum til þess að standast væntingarnar. Okkar markmið er alltaf að viðskiptavinirnir geti gert góð kaup í H&M, útfrá hugmynd okkar um að bjóða tísku og gæði á góðu verði og á sjálfbæran hátt,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir markaðs- og upplýsingafulltrúi H&M á Íslandi í samtali við Vísi.

Nokkrir útvaldir fengu í vikunni boð í opnunarhóf H&M þar sem þeim gefst kostur á að versla vörur á 20 prósent afslætti, áður en verslunin í Smáralind verður opnuð almenningi.

Þeir fyrstu sem mæta á sjálfan opnunardaginn geta átt möguleika á að fá gjafabréf sem gildir í verslanir H&M. Má því búast við því að röð muni myndast fyrir utan verslunina.

Við tókum saman verð á nokkrum vinsælum vörum úr því vöruúrvali sem H&M mun bjóða upp á í sínum verslunum hér á landi.

Dömur

 

Herrar

 

 

Vísir

Börn

 

 

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.