Enski boltinn

ESPN segir Costa og Chelsea á leiðinni í dómsal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diego Costa og Antonio Conte þegar allt lék í lyndi.
Diego Costa og Antonio Conte þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Spænski framherjinn Diego Costa er tilbúinn að fara með mál sitt í dómsal til að losna frá Chelsea samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðilsins ESPN.

Costa hefur átt í deilum við Antonio Conte, þjálfara Chelsea og vill ólmur komast frá félaginu en hann var orðaður við félagsskipti til Kína í janúar síðastliðnum.

Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni nú seinna í dag en Costa hefur ekki tekið þátt í undirbúningstímabilinu. Hann hefur eytt því í Brasilíu hjá fjölskyldu sinni.

Conte tilkynnti Costa sem var markahæsti leikmaður ensku meistaranna á síðasta tímabili í sumar að hann gæti fundið sér nýtt félag en hefur fyrrum félag hans Atletico Madrid verið helst nefnt til sögunnar í því samhengi.

Gallinn er hinsvegar sá að Atletico er í miðju félagsskiptabanni og má því ekki ganga frá kaupunum fyrr en í janúar en lögfræðingur Costa segir skjólstæðing sinn tilbúinn að gera hvað sem er til að losna frá ensku meisturunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira