Enski boltinn

Tottenham búið að leggja fram tilboð í Sanchez

Er Mauricio Pochettino loksins að kaupa fyrsta leikmann sumarsins?
Er Mauricio Pochettino loksins að kaupa fyrsta leikmann sumarsins? vísir/getty

Tottenham er búið að leggja fram tilboð í kólumbísak varnarmanninn Davinson Sanchez hjá Ajax ef marka má fjölmiðla ytra.

Talið er að Tottenham sé tilbúið að greiða 35 milljónir punda fyrir Sanchez sem kom til hollenska félagsins á síðasta ári frá Atlético Nacional.

Yrði hann þriðji miðvörður liðsins sem hefur leikið með Ajax á eftir Toby Alderweireld og Jan Vertonghen.

Fari félagsskiptin í gegn verður hann dýrasti leikmaður í sögu Tottenham þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall en Moussa Sissoko og Erik Lamela eru í dag dýrstu leikmenn í sögu félagsins á 30. milljónir punda.

Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur enn ekki keypt leikmann í sumarglugganum en félagið seldi bakvörðinn Kyle Walker fyrir þáverandi metfé fyrir varnarmann, 50 milljónir punda, til Manchester City, fyrr í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira