Enski boltinn

Klopp: Línuvörðurinn verður að sjá rangstöðuna í jöfnunarmarkinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp þakkar stuðninginn að leikslokum í Lundúnum.
Klopp þakkar stuðninginn að leikslokum í Lundúnum. Vísir/Getty

„Óheppni kostar okkur sigurinn í dag, jöfnunarmarkið þeirra var rangstæða og línuvörðurinn verður að sjá þetta,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ósáttur eftir 3-3 jafntefli gegn Watford í dag.

Gestirnir frá Liverpool virtust ætla að taka stigin þrjú þrátt fyrir að lenda í tvígang undir þar til Britos jafnaði metin á 93. mínútu.

„Fyrsta markið þeirra kom eftir góða sókn, það var virkilega vel gert. Ég er ekki nægilega sáttur með spilamennsku minna manna í fyrri hálfleik,“ sagði Klopp og hélt áfram:

„Við létum boltann flæða þokkalega en náðum ekki að nýta okkur það. Spilamennskan í seinni var mun betri þótt að okkur hafi mistekist að sjá þetta út. Við þurftum að ýta okkur upp völlinn en við áttum rétt eins og Watford erfitt með að leika 90. mínúturnar í fyrsta leik.“

Klopp sagði sína menn hafa geta gert betur í jöfnunarmarkinu.

„Ég get ekkert gert í því svona eftir á, við vorum betra liðið og áttum skilið sigurinn en þótt að okkur hefði tekist að vinna hefði mátt bæta margt í varnarleiknum.“

Klopp vildi lítið tala um Philippe Coutinho er blaðamenn ræddu framtíð hans

„Ég get lítið sagt, ég ber ábyrgð á öllu liðinu og ég einbeiti mér að leikmönnum sem eru að spila leikina. Ég get ekkert haft áhrif á leikmenn sem geta ekki spilað.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira